Spænska stórveldið Real Madrid hefur rætt um þann möguleika að krækja í varnarmanninn Jarrad Branthwaite í sumar.
Frá þessu er sagt á vefmiðlinum TEAMtalk.
Frá þessu er sagt á vefmiðlinum TEAMtalk.
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, þekkir Branthwaite vel frá því hann stýrði Everton. Það var Ancelotti sem gaf Branthwaite frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United hafði mikinn áhuga á Branthwaite síðasta sumar en verðmiðinn á honum var of hár. Everton vildi fá meira en 70 milljónir punda fyrir hann.
Branthwaite hefur verið að spila vel eftir að David Moyes tók við stjórn Everton en Moyes sagði nýverið að það þyrfti poka fullan af peningum til að kaupa miðvörðinn öfluga í sumar.
Athugasemdir