Bríet Bragadóttir verður aðaldómari í Þjóðadeild kvenna á morgun þegar Ísrael spilar við Eistland.
Liðin mætast í 2. umferð í C-deild og fer leikurinn fram í Ungverjalandi þar sem ekki er hægt að spila í Ísrael vegna átaka á svæðinu.
Bríet fer þó ekki ein frá Íslandi því Jóhann Ingi Jónsson verður henni til halds og trausts sem fjórði dómari.
Bríet er okkar fremsti dómari í kvennaflokki og sinnir reglulega verkefnum á vegum UEFA.
Athugasemdir