City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 18:35
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Fjórar breytingar hjá Villa
Axel Disasi er í vörn Villa
Axel Disasi er í vörn Villa
Mynd: Aston Villa
Pervis Estupninan kemur inn í byrjunarlið Brighton
Pervis Estupninan kemur inn í byrjunarlið Brighton
Mynd: EPA
Þrír leikir fara fram í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 19:30 í kvöld.

Crystal Palace tekur á móti Aston Villa á Selhurst Park en Oliver Glasner gerir aðeins eina breytingu á liði Palace.

Adam Wharton kemur inn fyrir Jefferson Lerma, sem tekur sér sæti á bekknum.

Unai Emery gerir fjórar breytingar á liði Villa. Andres Garcia, Lamare Bogarde, Lucas Digne og Axel Disasi koma allir inn í liðið. Marcus Rashford og Marco Asensio, hetjur liðsins gegn Chelsea í síðasta leik, eru báðir á bekknum.

Pervis Estupinan er mættur aftur í lið Brighton sem mætir Bournemouth og þá mun Diego Gomez byrja sinn fyrsta leik með liðinu. Tyler Adams og David Brooks koma inn hjá Bournemouth.

Úlfarnir mæta Fulham á Molineux-leikvanginum. Heimamenn eru með óbreytt lið frá síðasta leik en Marco Silva gerir fimm breytingar á liði Fulham. Rodrigo Muniz, Jorge Cuenca, Andreas Pereira, Ryan Sessegnon og Issa Diop koma allir inn í liðið.

Crystal Palace: Henderson, Munoz, Richards, Guehi, Lacroix, Mitchell, Hughes, Wharton, Eze, Sarr, Mateta

Aston Villa: Martinez, Andres Garcia, Konsa, Disasi, Bogarde, Digne, McGinn, Tielemans, Ramsey, Rogers, Watkins



Wolves: Sa, Doherty, Ait-Nouri, Bueno, Munetsi, Andre, J Gomes, Cunha, Semedo, Toti, Bellegarde

Fulham: Leno, Andersen, Muniz, Traore, Cuenca, Berge, Pereira, Lukic, Castagne, Sessegnon, Diop



Brighton: Verbruggen, Estupinan, Van Hecke, Webster, Lamptey, Baleba, Gomez, Minteh, Rutter, Mitoma, Joao Pedro

Bournemouth: Kepa, Hill, Huijsen, Kerkez, Cook, Christie, Adams, Brooks, Semenyo, Kluivert, Ouattara
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner