INEOS hópurinn tók við stjórn á rekstrarhlið enska stórveldisins Manchester United fyrir um ári síðan og hefur félagið verið duglegt að skera niður störf síðan.
Rauðu djöflarnir eru að gera stórfelldar breytingar á rekstri félagsins eftir fimm ár í röð af tapi síðan 2019.
Félagið býst við að eyða út 150-200 störfum eftir að hafa rekið 250 manns og minnkað ýmis starfshlutföll í fyrra.
Þessar breytingar eru gerðar í tilraun til að gera félagið sjálfbært svo það sé ekki rekið í tapi, þrátt fyrir mörg ár af hagnaði fyrir rekstrarárið 2019.
Guardian greinir frá því að Man Utd hefur einnig ákveðið að loka mötuneyti starfsmanna í tilraun til að skera niður kostnað.
Athugasemdir