Íslendingalið Birmingham er með níu stiga forystu á toppnum og með leik til góða í ensku C-deildinni eftir að liðið vann Leyton Orient, 2-0, á St. Andrews í kvöld.
Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham á meðan Alfons Sampsted var á bekknum.
Birmingham Live gefur Willum aðeins 6 í einkunn, en tekur þó fram að hann hafi verið mjög góður með boltann, það bara vantaði aðeins upp á herslumuninn í einvígum í teignum.
Leyton spilaði manni færri stærstan hluta leiksins eftir að Jack Currie fékk að líta rauða spjaldið. Birmingham tókst að notfæra sér liðsmuninn í síðari hálfleiknum.
Taylor Gardner-Hickman skoraði á 53. mínútu og tryggði Ethan Laird öll stigin með marki undir lok leiks.
Alfons kom inn af bekknum þegar lítið var eftir og hjálpaði Birmingham að halda hreinu. Birmingham er nú með 73 stig, níu stigum á undan Wycombe sem er í öðru sæti, en Birmingham á leik til góða og færist nú nær B-deildinni.
EXTENDING OUR LEAD AT THE TOP TO NINE POINTS ???? pic.twitter.com/CizvWCGm4E
— Birmingham City FC (@BCFC) February 25, 2025
Athugasemdir