Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
banner
   mið 26. febrúar 2025 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slot dæmdur í tveggja leikja bann
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir framkomu sína í garð dómarans Michael Oliver eftir leik gegn Everton á dögunum.

Slot fékk rauða spjaldið eftir að hafa farið upp að Oliver eftir leikinn gegn Everton sem endaði með 2-2 jafntefli.

Bannið hefst í kvöld og verður Slot ekki á hliðarlínunni gegn Newcastle.

Slot var líka sektaður um 70 þúsund pund eða það sem jafngildir um 12,7 milljónum íslenskra króna.

Astoðarmaður Slot, Sipke Hulshoff, var einnig dæmdur í tveggja leikja bann og kemur John Heitinga til með að stýra liðinu í kvöld.

Everton var þá sektað um 65 þúsund pund og Liverpool um 50 þúsund pund fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum.
Athugasemdir
banner
banner