Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 10:43
Elvar Geir Magnússon
Messi sektaður fyrir hegðun sína
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Lionel Messi hefur fengið sekt frá MLS-deildinni bandarísku með því að brjóta reglur með því að taka um hnakkann á á þjálfara andstæðingana.

Reglur MLS eru skýrar um að bannað sé að setja hendi í andlit, höfuð eða háls andstæðings.

Hinn 37 ára gamli Messi var pirraður eftir 2-2 jafntefli Inter Miami gegn New York City þann 22. febrúar. Hann fékk spjald frá dómaranum og lenti svo í orðaskiptum við starfsmenn andstæðingana áður en hann kleip í hnakkann á þjálfara andstæðingana.

Liðsfélagi hans, Luis Suarez, hefur einnig fengið sekt fyrir að brjóta sömu reglu.


Athugasemdir
banner
banner