Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Liðin sem léku til úrslita á HM mætast á Wembley
Olga Carmona skoraði sigurmark Spánar.
Olga Carmona skoraði sigurmark Spánar.
Mynd: EPA
Meðal leikja kvöldsins í Þjóðadeild kvenna er viðureign Englands og Spánar sem hefst klukkan 20:00 á Wembley.

Þessi lið léku til úrslita á HM 2023 en þá vann Spánn 1-0. Olga Carmona skoraði eina mark leiksins.

Sá leikur féll reyndar í skuggann á óumbeðnum kossi sem Rubiales, þá forseti spænska sambandsins, gaf Jenni Hermoso í verðlaunaafhendingunni.

England gerði jafntefli við Portúgal í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar en Spánn vann 3-2 sigur gegn Belgíu eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Belgía og Portúgal mætast einmitt í hinum leik riðsilsins klukkan 19:15.
Athugasemdir
banner
banner