Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 23:11
Ívan Guðjón Baldursson
Björgvin Brimi kominn heim í Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grótta
Björgvin Brimi Andrésson er kominn aftur heim í Gróttu eftir fjögur ár hjá KR. Hann er fæddur á Seltjarnarnesi og æfði með Gróttu allt þar til komið var í 4. flokk, þegar hann skipti yfir til KR í Vesturbænum.

Björgvin er 16 ára gamall og kom við sögu í tveimur leikjum með KR í Bestu deildinni síðasta haust. Hann þykir mikið efni og á níu leiki að baki fyrir U16 og U17 landslið Íslands.

Björgvin leikur sem sóknartengiliður og er ekki ósvipaður stóra bróður sínum Benoný Breka Andréssyni (fæddur 2005) sem raðaði inn mörkunum með KR í Bestu deildinni í fyrra. Benoný er í dag samningsbundinn Stockport County í League One á Englandi.

„Það er ánægjulegt að sjá Björgvin Brima ganga aftur í raðir Gróttu og við hlökkum til að fylgjast með þessum unga og efnilega leikmanni spreyta sig í komandi verkefnum með liðinu. Það hefur verið talsverð endurnýjun í hópnum og Björgvin smellpassar þar inn enda ungur leikmaður á uppleið með sterkar rætur á Nesinu," segir Þorsteinn Ingason formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

Grótta féll úr Lengjudeildinni í fyrra og mun því keppa í 2. deild í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner