Fiorentina hefur verið í miklu veseni að undanförnu og ítalskir fjölmiðlar greina frá því að félagið sé að íhuga að reka Raffaele Palladino, stjóra liðsins.
Liðið tapaði óvænt gegn Hellas Verona í síðustu umferð og hefur tapað þremur leikjum í röð. Palladino gæti verið í hættu á að missa starfið ef liðinu tekst ekki að vinna Lecce um helgina.
Igor Tudor, fyrrum stjóri Lazio, og Alberto Aquilani, fyrrum leikmaður Fiorentina og Liverpool, hafa verið orðaðir við Fiorentina.
Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina en hann hefur lítið getað spilað undanfarið vegna veikinda og meiðsla.
Athugasemdir