Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   þri 25. febrúar 2025 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu aukaspyrnumark Karólínu gegn Frökkum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sitt ellefta landsliðsmark er hún minnkaði muninn í 2-1 gegn Frökkum í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 3 -  2 Ísland

Frakkar komust í tveggja marka forystu á nokkrum mínútum en mark Karólína gaf Íslandi von.

Karólína skaut boltanum í Selmu Bacha og breytti boltinn um stefnu og lak framhjá Pauline Peyraud-Magnin í markinu.

Ekki kannski fallegasta markið en það telur eins og öll hin. Þetta vonandi gefur stelpunum kraft í að koma til baka og ná í góð úrslit úr þessum leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner