
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði sitt ellefta landsliðsmark er hún minnkaði muninn í 2-1 gegn Frökkum í Þjóðadeild Evrópu í kvöld.
Lestu um leikinn: Frakkland 3 - 2 Ísland
Frakkar komust í tveggja marka forystu á nokkrum mínútum en mark Karólína gaf Íslandi von.
Karólína skaut boltanum í Selmu Bacha og breytti boltinn um stefnu og lak framhjá Pauline Peyraud-Magnin í markinu.
Ekki kannski fallegasta markið en það telur eins og öll hin. Þetta vonandi gefur stelpunum kraft í að koma til baka og ná í góð úrslit úr þessum leik.
Þarna! Ísland minnkar muninn með aukaspyrnu frá Karólínu Leu. Þau telja öll! Við þiggjum þetta með þökkum. Þetta er orðinn leikur ???????? pic.twitter.com/ZQEjWyLrAq
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 25, 2025
Athugasemdir