Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 11:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: VG 
Allt annað en sáttur við ummæli Freys um Loga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekkert leyndarmál að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, er hrifinn af Loga Tómassyni. EIns og frægt er orðið reyndi Freyr að fá Loga í sínar raðir síðasta haust þegar hann var þjálfari Kortrijk en stjórn belgíska félagsins hætti við félagaskiptin.

Logi er leikmaður Strömsgodset og mættust liðin á undirbúningstímabilinu. Eftir leikinn var Freyr spurður út í Loga í viðtali við VG.

„Ég veit ekki hvort að við höfum áhuga eða hvort við höfum lagt fram tilboð, en það er ekkert leyndarmál að ég hef reynt að fá hann áður og það sem ég heyri er að hann vill spila undir minni stjórn. En það eru tvö félög sem verða að ná samkomulagi," sagði Freyr eftir leik liðanna um helgina.

Jörgen Isnes, þjálfari Strömsgodset, var allt annað en sáttur við þessi ummæli Freys.

„Brann talar of mikið í fjölmiðlum um hversu ánægðir þeir eru með Loga og að þeir ætli að kaupa hann. En við höfum ekkert séð. Hann er okkar leikmaður. Við erum mjög ánægðir með hann. Það er mjög furðulegt að þeir segist vilja fá hann þegar við sjáum ekkert gerast. Við eigum hann. Við vitum að það eru önnur félög sem hafa áhuga. Brann getur ekki spilað með okkur svo að þetta verði ódýr sala á vinstri bakverði sem á landsleiki. Þú verður að spyrja herra Flo (Jostein Flo, íþróttastjóri) hvort að það sé eitthvað samtal í gangi. Ég ætla ekki að blanda mér inn í það, en ég verð á staðnum þegar ákvörðunin verður tekin."

„Mér finnst ófaglegt (n. ukollegialt) að tala um að Logi vilji spila fyrir þig. Hann er leikmaður Godset. Þetta væri eins og Arne Slot væri að segja að leikmenn Feyenoord myndu vilja spila fyrir sig."

„Það getur verið pirrandi fyrir leikmenn og hugurinn getur leitað þangað. En þetta er hluti af því sem þarf að eiga við. Ég get skilið að ykkur fjölmiðlamönnum þykir Freyr skemmtilegur, en við verðum að svara frá okkar hlið og leikmaðurinn þarf að eiga við þetta. Hvort þetta komi vel út eða illa fyrir Brann, við sjáum til,"
sagði þjálfari Strömsgodset.

Logi, sem er 24 ára, er samningsbundinn Strömsgodset út árið 2026.
Athugasemdir
banner
banner