Max Eberl stjórnandi hjá FC Bayern staðfesti það í gær að þýska stórveldið er í viðræðum við kantmanninn snögga Leroy Sané um nýjan samning.
Sané rennur út á samningi næsta sumar en hann er 29 ára gamall og hefur komið að 108 mörkum í 206 leikjum frá félagaskiptum sínum til Bayern.
„Við erum að gera okkar besta til að finna lausn sem hentar öllum aðilum. Við erum í viðræðum en eigum eftir að ná samkomulagi," sagði Eberl.
Bayern er búið að semja við nokkra lykilmenn að undanförnu og má þar helst nefna Alphonso Davies og Jamal Musiala.
Thomas Müller og Joshua Kimmich eru meðal þeirra sem renna út á samningi næsta sumar, en talið er að samkomulag við Kimmich um nýjan samning sé í höfn.
Athugasemdir