Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoða skiptidíl fyrir draumaarftaka De Bruyne
Florian Wirtz.
Florian Wirtz.
Mynd: EPA
Florian Wirtz er ofarlega á óskalista Manchester City fyrir sumarið sem er í vændum.

Félagið er að fara í endurbyggingu á leikmannahópi sínum og það verður verðugt verkefni að finna leikmann í staðinn fyrir Kevin de Bruyne, sem virðist vera á lokametrunum.

En fjallað hefur verið um áhuga Man City á Wirtz sem er þýskur landsliðsmaður. Hann spilaði lykilhlutverk þegar Bayer Leverkusen varð þýskur meistari á síðustu leiktíð.

Pep Guardiola, stjóri Man City, er sagður gríðarlegur aðdáandi en City gæti notað James McAtee sem hluta af mögulegum kaupum. Leverkusen hefur áhuga á McAtee sem hefur verið viðloðandi aðallið Man City á þessu tímabili.

Hinn 22 ára gamli McAtee hefur ekki enn byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti farið til Leverkusen í leit að meiri spiltíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner