Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, heldur áfram að móta teymi sitt fyrir komandi átök en hann hefur núna ráðið Justin Cochrane sem þjálfara inn í það.
Cochrane er aðstoðarþjálfari Thomas Frank hjá Brentford og mun sinna því hlutverki áfram samhliða því að vera í teyminu hjá Tuchel.
Cochrane er aðstoðarþjálfari Thomas Frank hjá Brentford og mun sinna því hlutverki áfram samhliða því að vera í teyminu hjá Tuchel.
Það er talið að Frank hafi gefið blessun sína fyrir því að Cochrane myndi taka við hlutverkinu.
Cochrane, sem starfaði áður fyrir Manchester United og Tottenham, mun vinna náið með Tuchel og aðstoðarþjálfaranum, Anthony Barry. Henrique Hilario, fyrrum markvörður Chelsea, verður markvarðarþjálfari.
Nánast allir í teyminu hafa unnið með Tuchel áður en Cochrane hefur ekki gert það. Hann þykir afar efnilegur þjálfari.
Justin Cochrane will join Thomas Tuchel’s England coaching team alongside his full-time role with the Brentford.
— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 26, 2025
Tuchel has added Cochrane as the final appointment to his staff that includes assistant Anthony Barry, goalkeeping coach Henrique Hilário and performance coach… pic.twitter.com/Oka98c7n0Z
Athugasemdir