Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tuchel heldur áfram að styrkja teymið í kringum sig
Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands.
Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, heldur áfram að móta teymi sitt fyrir komandi átök en hann hefur núna ráðið Justin Cochrane sem þjálfara inn í það.

Cochrane er aðstoðarþjálfari Thomas Frank hjá Brentford og mun sinna því hlutverki áfram samhliða því að vera í teyminu hjá Tuchel.

Það er talið að Frank hafi gefið blessun sína fyrir því að Cochrane myndi taka við hlutverkinu.

Cochrane, sem starfaði áður fyrir Manchester United og Tottenham, mun vinna náið með Tuchel og aðstoðarþjálfaranum, Anthony Barry. Henrique Hilario, fyrrum markvörður Chelsea, verður markvarðarþjálfari.

Nánast allir í teyminu hafa unnið með Tuchel áður en Cochrane hefur ekki gert það. Hann þykir afar efnilegur þjálfari.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner