Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 09:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FH æfir á grasi í febrúar
Kjartan Kári Halldórsson var með á æfingunni en hann er núna sterklega orðaður við Val.
Kjartan Kári Halldórsson var með á æfingunni en hann er núna sterklega orðaður við Val.
Mynd: FH
FH-ingar birtu í gær myndir á samfélagsmiðlum sínum þar sem þeir sýndu frá því að þeir æfa nú á grasi í febrúar.

Þetta er auðvitað nýjung í íslenskum fótbolta en FH setti fyrir nokkru upp svokallað hybrid gras í Kaplakrika sem virðist vera að virka vel.

Hybrid gras er náttúrulegt gras sem er styrkt með gervigrasi.

„Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun ansi lengi og þetta hefur verið okkar markmið í langan tíma. Núna kom tækifærið, við gripum það og hér erum við. Þetta teljum við betra," sagði Jón Rúnar Halldórsson, FH-ingur, þegar hann sýndi fjölmiðlamönnum grasið árið 2023.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingu FH í gær þar sem æft var á hybrid-grasinu en reikna með því að slíkt gras verði lagt á Kaplakrikavöll í framtíðinni. Verið er að leggja slíkt gras á Laugardalsvöll núna.


Athugasemdir
banner
banner