City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 23:21
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Átta marka veisla hjá Barcelona og Atlético
Alexander Sorloth skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma
Alexander Sorloth skoraði jöfnunarmarkið í uppbótartíma
Mynd: EPA
Barcelona 4 - 4 Atletico Madrid
0-1 Julian Alvarez ('1 )
0-2 Antoine Griezmann ('6 )
1-2 Pedri ('19 )
2-2 Pau Cubarsi ('21 )
3-2 Inigo Martinez ('41 )
4-2 Robert Lewandowski ('74 )
4-3 Marcos Llorente ('84 )
4-4 Alexander Sorloth ('90 )

Spænsku stórliðin Barcelona og Atlético Madríd gerðu ótrúlegt 4-4 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska konungsbikarsins á Ólympíuvellinum í Barcelona í kvöld.

Börsungar lentu óvænt 2-0 undir á fyrstu sex mínútum. Julian Alvarez og Antoine Griezmann skoruðu mörkin, en heimamenn svöruðu fyrir sig á tveggja mínútna kafla.

Pedri minnkaði muninn á 19. mínútu og þá jafnaði hinn ungi og efnilegi varnarmaður Pau Cubarsi eftir hornspyrnu.

Undir lok hálfleiksins kom Inigo Martinez heimamönnum í 3-2 með skalla eftir aðra hornspyrnu Raphinha.

Robert Lewandowski skoraði fjórða markið eftir frábæran undirbúning Lamine Yamal á 74. mínútu og töldu Börsungar sig vera komna í þægilega stöðu, en svo var ekki.

Tíu mínútum síðar minnkaði Marcos Llorente muninn með góðu skoti og þá jafnaði norski sóknarmaðurinn Alexander Sorloth metin seint í uppbótartíma. Lokatölur 4-4 í Barcelona í einum skemmtilegasta leik bikarsins til þessa.

Liðin eigast við í síðari leiknum þann 2. apríl og er hann spilaður á Wanda Metropolitano-leikvanginum í Madríd.
Athugasemdir
banner
banner