Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   þri 25. febrúar 2025 10:12
Elvar Geir Magnússon
Arteta harðneitar að játa sig sigraðan í titilslagnum við Liverpool
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Síðasta helgi var erfið fyrir Mikel Arteta, stjóra Arsenal. Liverpool styrkti stöðu sína á toppnum með því að vinna Manchester City degi eftir að Arsenal tapaði gegn West Ham.

Sparkspekingar keppast við að lýsa yfir sigri Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, enda munurinn orðinn ellefu stig, en Arteta neitar að játa sig sigraðan.

„Ef það væri ekki möguleiki þá myndi ég fara heim. Tölfræðilega er þetta mögulegt. Hlutirnir geta breyst fljótt og við verðum að halda áfram," segir Arteta.

„Þetta er orðið erfiðara og til að vinna deildina úr þessu þurfum við líklega að framkvæma eitthvað sem enginn annar hefur gert í sögu keppninnar."

Arteta ræddi við fréttamenn í morgunsárið en Arsenal er að fara að mæta Nottingham Forest annað kvöld. Hann greindi frá því að Bukayo Saka og Gabriel Martinelli væru á góðum batavegi en þó væri enn nokkuð í endurkomu þeirra.
Enski boltinn - Svo gott sem komið hjá Liverpool
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner