Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Draumur minn að snúa aftur til Liverpool einn daginn"
Sepp van den Berg.
Sepp van den Berg.
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Sepp van den Berg yfirgaf Liverpool síðasta sumar og gekk í raðir Brentford.

Van den Berg var mjög eftirsóttur síðasta sumar en hann valdi að ganga í raðir Brentford fyrir um 24 milljónir evra. Hann hefur í kjölfarið leikið vel með Brentford.

Í nýlegu viðtali við VoetbalPrimeur í Hollandi segir Van den Berg að hann hugsi enn um Liverpool og það sé draumur fyrir hann að snúa þangað aftur einn daginn.

„Ég væri að ljúga ef ég segði ekki að það væri draumur minn að snúa aftur til Liverpool einn daginn," segir Van den Berg.

„Það er í huga mér. En það var betra fyrir feril minn núna að fara í annað umhverfi og spila."
Athugasemdir
banner
banner