Heiðar Máni Hermannsson er genginn til liðs við Hauka frá FH en hann gerði tveggja ára samning við félagið í gær.
Heiðar er 19 ára gamall leikmaður sem er uppalinn í Fylki en skipti yfir í FH snemma árs 2022 og lék einn leik með liðinu í Bestu deildinni sama ár.
Hann lék með 2. flokki FH síðasta sumar og spilaði þá fimm leiki með ÍH sumarið 2023.
FH-ingar buðu Heiðari nýjan samning á dögunum en hann hafnaði samningnum og ákvað að ganga í raðir Hauka, sem síðan staðfestu komu hans á samfélagsmiðlum í gær.
Haukar höfnuðu í 6. sæti 2. deildar á síðasta tímabili.
Athugasemdir