Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, segist ekki hafa verið ánægður með það sem hann sá frá enska varnarmanninum Myles Lewis-Skelly í 1-0 tapii Arsenal gegn West Ham um helgina.
Arsenal klúðraði frábæru tækifæri til að halda í við Liverpool í titilbaráttunni, í leik þar sem Lewis-Skelly fékk klaufalegt rautt spjald fyrir að rífa Mohammed Kudus niður.
Nú er Arsenal ellefu stigum frá toppnum og flestir á því að liðið hafi formlega skráð sig úr titilbaráttunni.
Petit var ekki ánægður Lewis-Skelly gegn West Ham og einnig óánægður með þegar hann tók fagnið hans Haaland í leik liðsins gegn Man City á dögunum.
„Myles Lewis-Skelly verður að sýna meiri þroska og mitt helsta ráð til hans væri að sýna auðmýkt. Vertu auðmjúkur og láttu verkin tala á vellinum. Ég hef verið mjög hrifinn af frammistöðu hans til þessa, en að hæðast að Erling Haaland og Manchester City... í alvöru?“
„Þetta er karma. Þú þarft að einbeita þér að því að vinna hvern einasta leik og núna er hann kominn með annað rautt spjald. Hvað hefur Arsenal fengið mörg heimskuleg röð spjöld á þessu tímabili og bara síðan Mikel Arteta tók við? Arsenal tapaði fyrir West Ham og leikmennirnir verða að taka sökina ásamt Arteta. Liðið hefur ekki getað sýnt gæði sín þegar mestu máli skiptirog þó Arsenal eigi enn tölfræðilega möguleika til að vinna titilinn þá hafa þeir karakterinn eða persónuleikann til þess,“ sagði Petit við Casino Hawks.
Athugasemdir