City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tuchel hefur fundað með Ben White
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, hefur fundað með Ben White um að snúa aftur í enska landsliðið. Tuchel hafði gefið út í lok síðasta árs að hann myndi funda með White.

White er varnarmaður Arsenal en hefur ekki verið í landsliðinu síðustu ár. Hann fór heim af HM 2022 út af persónulegum ástæðum og hefur ekki gefið kost á sér síðan.

White er 27 ára og hefur spilað fjóra landsleiki. Síðasti landsleikur var í mars 2022. White sneri til baka á völlinn á laugardag eftir meiðsli sem höfðu haldið honum frá í um þrjá mánuði.

Framundan hjá Englandi eru leikir gegn Lettlandi og Albaníu í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner