Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabía: Jóhann Berg í sigurliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag, þar sem Jóhann Berg Guðmundsson var í liði Al-Orubah sem sigraði á útivelli gegn Damac.

Jói Berg spilaði fyrstu 95 mínútur leiksins og hjálpaði sínum mönnum að tryggja dýrmætan sigur í fallbaráttunni.

Þetta er þriðji sigur Al-Orubah í fjórum leikjum og er liðið komið sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Damac er með einu stigi meira heldur en Al-Orubah og er með Habib Diallo og Nicolae Stanciu innanborðs.

Al-Fateh lagði svo Al-Okhdood að velli í hinum leik dagsins og var þetta þriðji sigur Al-Fateh í röð. Liðið var á botni deildarinnar fyrir rétt rúmlega tveimur vikum síðan en er núna búið að vinna sig úr fallsæti.

Damac 1 - 2 Al-Orubah
0-1 Brad Young ('48)
0-2 O. Al-Somah ('63)
1-2 M. Al-Nemer ('100)

Al-Okhdood 1 - 3 Al-Fateh
0-1 Djaniny ('26)
1-1 K. Musona ('30)
1-2 S. Bendebka ('49, víti)
1-3 M. Batna ('82, víti)
Athugasemdir
banner
banner