City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Góður sigur Keflvíkinga í Miðgarði
Sindri Snær skoraði þriðja mark Keflvíkinga í leiknum
Sindri Snær skoraði þriðja mark Keflvíkinga í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 4 Keflavík
0-1 Kári Sigfússon ('4 )
0-2 Stefan Alexander Ljubicic ('29 , Mark úr víti)
0-3 Sindri Snær Magnússon ('55 )
0-4 Frans Elvarsson ('76 )
1-4 Emil Atlason ('79 )

Keflavík vann annan leik sinn í riðli 4 í A-deild Lengjubikarsins er liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 4-1, í Miðgarði í kvöld.

Kári SIgfússon kom Keflvíkingum á bragðið á 4. mínútu áður en Stefan Alexander Ljubicic tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu eftir tæpan hálftímaleik.

Sindri Snær Magnússon bætti við forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Frans Elvarsson gerði fjórða markið um stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Emil Atlason gerði eina mark Stjörnunnar þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.

Keflavík er í 3. sæti með 6 stig, eins og Stjarnan, sem er í sætinu fyrir ofan, en Garðbæingar eru með betri markatölu.

Stjarnan Árni Snær Ólafsson (m), Samúel Kári Friðjónsson, Adolf Daði Birgisson (46'), Guðmundur Baldvin Nökkvason (46'), Sigurður Gunnar Jónsson (65'), Baldur Logi Guðlaugsson, Alex Þór Hauksson (72'), Örvar Logi Örvarsson, Haukur Örn Brink (88'), Þorri Mar Þórisson (65')
Varamenn Bjarki Hauksson (65'), Örvar Eggertsson (46'), Jóhann Árni Gunnarsson (72'), Emil Atlason (46'), Elvar Máni Guðmundsson, Alexander Máni Guðjónsson (88'), Dagur Orri Garðarsson (65')

Keflavík Rúnar Gissurarson (m), Axel Ingi Jóhannesson (44'), Stefan Alexander Ljubicic, Muhamed Alghoul, Ernir Bjarnason (46'), Eiður Orri Ragnarsson (79'), Ásgeir Páll Magnússon, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (87'), Kári Sigfússon (72'), Marin Brigic
Varamenn Stefán Jón Friðriksson (44), Björn Bogi Guðnason, Ari Steinn Guðmundsson (72), Gabríel Aron Sævarsson (79), Frans Elvarsson (46), Valur Þór Hákonarson (87), Guðjón Snorri Herbertsson (m)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KR 3 3 0 0 12 - 2 +10 9
2.    Stjarnan 3 2 0 1 10 - 6 +4 6
3.    Keflavík 3 2 0 1 5 - 3 +2 6
4.    ÍBV 3 1 0 2 5 - 6 -1 3
5.    Leiknir R. 3 0 1 2 8 - 14 -6 1
6.    Selfoss 3 0 1 2 6 - 15 -9 1
Athugasemdir
banner
banner
banner