Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir hjá Víkingi og verður aðstoðarþjálfari Gróttu
Við undirskrift.
Við undirskrift.
Mynd: Grótta
Guðni Snær Emilsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu.

Guðni, sem er fæddur árið 1997, er uppalinn í Víkingi og hefur þrátt fyrir ungan aldur þjálfað hjá félaginu í yfir áratug við góðan orðstír. Hann hefur þjálfað flesta yngri flokka Víkings og verið í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna sem hefur átt góðu gengi að fagna síðustu ár.

Guðni er með bæði með UEFA B og UEFA Youth B þjálfaragráður ásamt því að starfa sem klínískur sálfræðingur.

„Við í stjórn Gróttu erum mjög ánægð að Guðni Snær sé genginn til liðs við þjálfarateymi meistaraflokks kvenna. Hann kemur inn í öflugt þjálfarateymi með Dom og Melkorku. Það verður gaman að sjá þau vinna saman að því að búa til öflugt og gott lið og um leið að hver og einn þjálfari fái að njóta sín. Við bjóðum Guðna Snæ velkominn á Vivaldi," segir Harpa Frímannsdóttir, varaformaður stjórnar knattspyrnudeildar Gróttu.

Dominic Ankers var eftir síðasta tímabil ráðinn þjálfari Gróttuliðsins sem var nálægt því að komast upp úr Lengjudeildinni í fyrra.

Athugasemdir
banner