City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti telur að Modric eigi að fá nýjan samning
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid er þeirrar skoðunar að króatíski miðjumaðurinn Luka Modric eigi að fá nýjan samning hjá félaginu þrátt fyrir hækkandi aldur.

Modric er 39 ára gamall og verður fertugur í september en er ennþá í miklu stuði. Hann hefur komið að 10 mörkum í 39 leikjum á tímabilinu og er ennþá mikilvægur hlekkur í króatíska landsliðinu.

„Luka ætti að fá að halda áfram eins lengi og hann getur. Hann er gjöf fyrir fótboltaheiminn, hann gerir allt vel. Við erum heppnir að vera með goðsögn eins og hann innanborðs," sagði Ancelotti eftir að Modric skoraði stórglæsilegt mark í sigri gegn Girona um helgina.

„Ég hef þjálfað einn annan svona leikmann sem gat spilað á þessu stigi til fertugs. Það er Paolo Maldini. Genetík hefur eflaust eitthvað með þetta að segja en þetta snýst aðallega um hugarfar og metnað."

Búast má við að Modric taki þátt í undanúrslitaleik spænska Konungsbikarsins gegn Orra Steini Ómarssyni og félögum í Real Sociedad annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner