
Ísland tapaði í gær 3-2 gegn Frakklandi í Þjóðadeildinni eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Sviss nokkrum dögum áður. Það er ekki hægt að segja að ný Þjóðadeild fari af stað með hvelli hjá íslenska liðinu.
Sérfræðingar RÚV, þau Adda Baldursdóttir og Albert Brynjar Ingason, voru ekki sérlega hrifin af frammistöðu íslenska liðsins í leiknum í gær.
Sérfræðingar RÚV, þau Adda Baldursdóttir og Albert Brynjar Ingason, voru ekki sérlega hrifin af frammistöðu íslenska liðsins í leiknum í gær.
„Við lokuðum ágætlega á þær varnarlega en erum í bölvuðu brasi í uppspili og sóknarleik. Við erum hugmyndasnauðar í sóknarleiknum," sagði Adda.
„Eftir þessa tvo leiki hefur maður miklar áhyggjur af sóknarleik liðsins," sagði Albert Brynjar. „3-2, það fegrar frammistöðu liðsins svakalega. Við skorum tvö mörk úr föstum leikatriðum."
Þá ræddu þau um að markvörður franska landsliðsins hefði verið hræðilegur í leiknum og uppspilið hjá Íslandi hafi ekki verið mikið skárra.
„Uppspilið okkar er skelfilegt og við erum að bjóða hættunni heim þar. Steini talar um hugrekki en ég er ekki sammála því. Mér finnst hreyfingin á miðsvæðinu ekki góð. Við erum að koma niður en það er engin almennilega að bjóða sig og þess vegna erum við að koma okkur í vesen. Við komumst varla yfir miðju í fyrri hálfleik," sagði Albert.
„Það jákvæða er að þegar franska liðið er með boltann, þá eru þær ekkert að sundurspila okkur."
„Uppstilltur varnarleikur er góður og hefur verið góður," sagði Adda. „Það er styrkleiki íslenska liðsins en aftur erum við að ræða uppspilið og flæði fremstu manna... við erum með leikmenn í góðum liðum og viljum fá meiri X-faktor frá fremstu mönnum."
Það styttist í Evrópumótið og er Þjóðadeildin góðar undirbúningur fyrir það mót. Sóknarleikurinn og flæðið þarf að vera betra þegar í mótið er komið.
Athugasemdir