City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 13:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jordi Cruyff verður Kluivert innan handar
Jordi Cruyff.
Jordi Cruyff.
Mynd: EPA
Jordi Cruyff hefur verið ráðinn sem ráðgjafi hjá fótboltasambandinu í Indónesíu.

Cruyff verður Patrick Kluivert, nýjum landsliðsþjálfara Indónesíu, innan handar.

Jordi er sonur goðsagnarinnar Johan Cruyff. Hann fór víða á leikmannaferli sínum og spilaði meðal annars fyrir Barcelona og Manchester United. Eftir að leikmannaferlunum lauk, þá hefur hann bæði þjálfað og gegnt öðrum störfum. Hann var síðast yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona en hætti þar sumarið 2023.

Kluivert skrifaði nýverið undir samning í Indónesíu og fær það verkefni að koma liðinu inn á HM 2026. Núna er ljóst að Cruyff verður hluti af verkefninu líka.
Athugasemdir
banner
banner
banner