City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 23:50
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Arnautovic með stórbrotið mark og Inter komið í undanúrslit
Mynd: EPA
Inter 2 - 0 Lazio
1-0 Marko Arnautovic ('39 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('77 , víti)

Inter er komið áfram í undanúrslit ítalska bikarsins eftir að liðið vann 2-0 sigur á Lazio á Giuseppe Meazza-leikvanginum í Mílanó í kvöld.

Austurríski framherjinn Marko Arnautovic skoraði fyrra mark Inter á 39. mínútu með algerlega stórkostlegu viðstöðulausu skoti af 30 metra færi.

Þrettán mínútum fyrir leikslok gerði Hakan Calhanoglu annað markið úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Joaquin Correa í teignum.

Inter komið áfram í undanúrslit og mætir þar nágrönnum sínum í AC Milan í tveggja leikja rimmu sem fer fram í apríl.


Athugasemdir
banner
banner
banner