Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Mbappe fór til tannlæknis og spilar ekki í kvöld
Mynd: EPA
Real Madrid verður án Kylian Mbappe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld, í fyrri leiknum gegn Real Sociedad.

Mbappe lét draga tönn úr sér í vikunni og það var vonast til þess að Frakkinn myndi ná leiknum. Hann er hinsvegar það þjáður eftir aðgerðina að hann verður ekki með.

Markvörðurinn Thibaut Courtois og miðjumaðurinn Federico Valverde eru hvíldir og ekki í leikmannahópnum.

Orri Steinn Óskarsson verður vonandi í byrjunarliði Real Sociedad.
Athugasemdir
banner
banner
banner