Real Madrid verður án Kylian Mbappe í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld, í fyrri leiknum gegn Real Sociedad.
Mbappe lét draga tönn úr sér í vikunni og það var vonast til þess að Frakkinn myndi ná leiknum. Hann er hinsvegar það þjáður eftir aðgerðina að hann verður ekki með.
Mbappe lét draga tönn úr sér í vikunni og það var vonast til þess að Frakkinn myndi ná leiknum. Hann er hinsvegar það þjáður eftir aðgerðina að hann verður ekki með.
Markvörðurinn Thibaut Courtois og miðjumaðurinn Federico Valverde eru hvíldir og ekki í leikmannahópnum.
Orri Steinn Óskarsson verður vonandi í byrjunarliði Real Sociedad.
Athugasemdir