City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Rooney gæti verið að snúa aftur í þjálfun - Konan orðin þreytt á að hafa hann heima
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wayne Rooney gæti verið að snúa aftur í þjálfun aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa verið látinn fara frá B-deildarliði Plymouth Argyle.

Rooney var látinn fara frá Plymouth í lok desember eftir arfaslakt tímabil.

HeatWorld segir að eiginkona Rooney, Coleen, hafi verið ánægð með að fá eiginmanninn heim, en nú hafa liðið tveir mánuðir og sé hún orðin þreytt á skipulagsleysinu í honum.

Kemur þar fram að hún vilji að hann fari aftur á vinnumarkaðinn en enskir fjölmiðlar hafa talað um að hann gæti verið að taka við Salford City sem leikur í ensku B-deildinni.

Salford City er í eigu 92-árgangsins hjá Man Utd, þeirra David Beckham, Ryan Giggs, Nicky Butt, Paul Scholes, Gary Neville, Phil Neville og viðskiptamannsins Peter Lim.

Rooney sást á æfingasvæði Salford í byrjun febrúar sem ýtir enn frekar undir að hann gæti tekið við keflinu af Karl Robinson.

Það væri frekar undarleg ráðning á þessum tímapunkti en Robinson er með liðið í 9. sæti, aðeins nokkrum stigum frá umspili, sem er töluverð bæting frá síðustu leiktíð en þá var liðið í harðri fallbaráttu.

Einnig hefur verið rætt um að Rooney gæti komið inn sem spekingur hjá BBC í þættinum Match Of The Day, en þættirnir eru gerðir í Manchester og yrði hann því ekki langt frá fjölskyldu sinni.
Athugasemdir
banner
banner