Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Messi og Suarez komu Inter Miami áfram
Mynd: EPA
Inter Miami er komið áfram í 16-liða úrslit í Meistarabikar CONCACAF eftir að hafa unnið samanlagðan 4-1 sigur á Sporting Kansas City í tveggja leikja rimmu.

Messi skoraði sigurmarkið 1-0 sigri Miami í fyrri leik liðanna sem fór fram í sautján stiga frosti á dögunum.

Síðari leikurinn var síðan spilaður í Miami í nótt en þar hafði Miami betur, 3-1.

Messi skoraði fyrsta mark leiksins með laglegu skoti eftir stoðsendingu frá Luis Suarez og þá lagði Jordi Alba upp annað markið fyrir argentínska leikmanninn Tadeo Allende undir lok hálfleiksins.

Áður en hálfleikurinn var úti bætti Suarez við þriðja markinu, sem var jafnframt hans fyrsta á nýju tímabili.

Memo Rodriguez kom boltanum í netið fyrir Kansas í síðari hálfleiknum en lengra komust gestirnir ekki. Inter Miami hefur því bókað sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar og mætir næst Cavalier frá Jamaíku.

Þeir leikir verða spilaðir 6. og 13. mars næstkomandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner