Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   þri 25. febrúar 2025 22:15
Brynjar Ingi Erluson
England: Öruggt hjá Chelsea gegn botnliðinu
Mynd: EPA
Chelsea 4 - 0 Southampton
1-0 Christopher Nkunku ('24 )
2-0 Pedro Neto ('36 )
3-0 Levi Colwill ('44 )
4-0 Marc Cucurella ('78 )

Chelsea er komið aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann öruggan 4-0 sigur á botnliði Southampton á Stamford Bridge í kvöld.

Cole Palmer fékk fínasta færi til að koma Chelsea í 1-0 á 23. mínútu en Aaron Ramsdale varði vel frá honum. Mínútu síðar kom Christopher Nkunku heimamönnum í forystu.

Tosin Adarabioyo átti skalla sem fór á fjær á Nkunku sem fleygði sér í boltann og kom honum í markið.

Tólf mínútum síðar var það Nkunku sem sá um að leggja upp, Marc Cucurella lagði boltann inn fyrir á Nkunku sem framlengdi á Pedro Neto. Hann hljóp inn vinstra megin í teiginn og setti boltann á nærstöngina.

Levi Colwill gerði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks með hörkuskalla eftir aukaspyrnu Neto og Chelsea gersamlega búið að gera út um leikinn.

Tólf mínútum fyrir leikslok gerði Cucurella fjórða og síðasta mark leiksins með skoti úr miðjum teignum eftir sendingu Tyrique George.

Chelsea er í 4. sæti með 46 stig en Southampton áfram í botnsæti deildarinnar með 9 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner