City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Gerir langtímasamning við Man Utd
Mynd: EPA
Manchester United hefur ráðið Christopher Vivell til frambúðar en þetta kemur fram á Athletic:

Vivell var ráðinn til Man Utd síðasta sumar og gerði aðeins stuttan samning en stjórnarmenn félagsins eru greinilega ánægðir með hans störf.

Hann var fyrst fenginn til þess að aðstoða Dan Ashworth, sem var ráðinn sem yfirmaður fótboltamála, en Ashworth yfirgaf félagið aðeins fimm mánuðum síðar.

Í dag vinnur Vivell náið með Jason Wilcox, tæknilegum stjórnanda United.

Athletic segir að Vivell hafi nú gert nýjan langtímasamning við United.

VIvell starfaði áður hjá Chelsea, Leipzig og Salzburg. Hann spilaði rullu í því að finna þá Erling Braut Haaland, Benjamin Sesko og Dayot Upamecano á tíma hans hjá Red Bull.
Athugasemdir
banner
banner