City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 08:30
Elvar Geir Magnússon
„Hélt að þessi stund kæmi aldrei“ - Ferguson stýrir Rangers
Ferguson tekur við Rangers út tímabilið.
Ferguson tekur við Rangers út tímabilið.
Mynd: Rangers
Barry Ferguson hefur verið ráðinn stjóri skoska stórliðsins Rangers út tímabilið. Ferguson er 47 ára og er fyrrum fyrirliði félagsins.

„Ég hélt að þessi stund kæmi aldrei,“ segir Ferguson sem er gríðarlega vinsæll hjá stuðningsmönnum Rangers.

Ferguson hefur ekki þjálfað síðan í febrúar 2022 en hann var þá þjálfari Alloa Athletic. Hann hefur einnig stýrt Clyde og Kelty Hearts á ekki svo merkilegum stjóraferli sínum.

„Þetta er bara þriggja mánaða samningur en mitt hlutverk er að ná því besta úr mönnum því ég tel að það séu virkilega góðir leikmenn hérna. Það er ekki kveikt á mönnum og það verður að laga."

Philippe Clement var rekinn frá Rangers á sunnudag eftir 2-0 tap gegn St Mirren. Rangers er þrettán stigum frá toppliði Celtic.

Rangers er fallið úr leik í skoska bikarnum en mun mæta Jose Mourinho og lærisveinum í Fenerbahce í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner