Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma skoraði fjögur í þægilegum sigri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Roma 4 - 0 Monza
1-0 Alexis Saelemaekers ('10 )
2-0 Eldor Shomurodov ('32 )
3-0 Angelino ('73 )
4-0 Bryan Cristante ('88 )

Roma tók á móti Monza í eina leik kvöldsins í efstu deild á Ítalíu og skópu lærisveinar Claudio Ranieri þægilegan sigur gegn botnliðinu.

Eldor Shomurodov skoraði og lagði upp fyrir Alexis Saelemaekers í fyrri hálfleik svo staðan var 2-0 þegar flautað var til leikhlés.

Rómverjar voru sterkari aðilinn bæði fyrir og eftir leikhlé og bættu tveimur mörkum við á lokakaflanum til að innsigla fjögurra marka sigur.

Bakvörðurinn knái Angelino skoraði með föstu skoti áður en Bryan Cristante átti frábæran skalla til að stýra hornspyrnu frá Paulo Dybala í netið.

Þetta var þriðji sigurinn í röð hjá Roma og er liðið aðeins tveimur stigum frá Evrópusæti sem stendur.

Monza er níu stigum frá öruggu sæti og virðist svo gott sem fallið úr Serie A eftir þriggja ára dvöl í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner