Arsenal horfir til Ekitike - Sancho vill fara aftur til Þýskalands - Newcastle vill Quansah
   mán 24. febrúar 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Hefur ekki áhyggjur af lægð Palmer
Cole Palmer hefur ekki fundið sig í síðustu leikjum.
Cole Palmer hefur ekki fundið sig í síðustu leikjum.
Mynd: EPA
Cole Palmer hefur verið frábær fyrir Chelsea á tímabilinu en hann er þó að ganga í gegnum ákveðna lægð og hefur ekki skorað í fimm deildarleikjum.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, býr nú lið sitt undir að mæta Southampton annað kvöld en á fréttamannafundi var hann spurður hvort hann hefði áhyggjur af lægðinni hjá Palmer?

„Nei ég hef alltaf áhyggjur af frammistöðu liðsins í heild. Ég er eki með áhyggjur af Cole því hann er manneskja og getur átt stundir yfir tímabilið þar sem hann er ekki að finna sig," segir Maresca.

„Vandamálið með Cole er að við reiðum okkur á Cole í öllu og ég sagði frá upphafi að við þurfum að reiða okkur á liðið. Við þurfum toppleikmenn eins og Cole en höfum alls ekki neinar áhyggjur af honum."

„Cole þarf bara að halda sinni vinnu áfram. Það er krafist þess að hann komi með mark eða stoðsendingu í hverjum leik. Hann er manneskja. Við sem lið þurfum að fara betur með færin þegar við fáum þau."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner