Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Vestri að krækja í stóran framherja úr sænska boltanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski fréttamaðurinn Filip Elg, sem skrifar fyrir Smålandsposten, greinir frá því að Vestri sé að krækja í sænsk-eistneskan framherja úr næstefstu deild í Svíþjóð.

Sá heitir Kristoffer Grauberg Lepik og kemur úr röðum Oddevold en hann hefur einnig leikið fyrir lið í þriðju efstu deild í Svíþjóð. Honum tókst að skora 10 mörk í 15 leikjum með FBK Karlstad í fyrra en átti erfitt uppdráttar eftir félagaskiptin til Oddevold.

Kristoffer er hávaxinn sóknarmaður sem gæti reynst varnarmönnum sérstaklega erfiður í loftinu, en samkvæmt vefsíðu transfermarkt er hann 197cm á hæð.

Hann er samningsbundinn Oddevold í meira en eitt og hálft ár til viðbótar en virðist ekki vera í byrjunarliðsáformunum þar á bæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner