Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: C-deildarlið henti Bremen úr leik
Mynd: EPA
Arminia Bielefeld 2 - 1 Werder Bremen
1-0 Marius Worl ('35 )
2-0 Julian Malatini ('41, sjálfsmark)
2-1 Oliver Burke ('56 )

C-deildarlið Arminia Bielefeld er komið áfram í undanúrslit þýska bikarsins eftir að hafa unnið frækinn 2-1 sigur á úrvalsdeildarliði Werder Bremen í gær.

Bremen var betra liðið fyrstu fimmtán mínúturnar og skapaði sér nokkur hættuleg færi en það var varnarmaðurinn Julian Malatini sem færði Arminia sigurinn á silfurfati.

Hann átti slæma sendingu sem rataði á Marius Worl. Hann keyrði óáreittur inn í teiginn og setti boltann í stöng og inn.

Sex mínútum síðar stýrði Malatini fyrirgjöf Stefano Russo í eigið net og staðan því 2-0 í hálfleik. Martraðar hálfleikur hjá Malatini.

Gestirnir frá Bremen náðu að komast aftur inn í leikinn í síðari er skoski sóknarmaðurinn Oliver Burke minnkaði muninn.

Bremen hélt áfram að pressa og var Amos Pieper nálægt því að jafna metin en tilraun hans hafnaði í þverslá. Heimamenn í Arminia komu boltanum í netið í uppbótartíma, en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Það skipti þó engu máli því stuttu síðar var leikurinn flautaður af og komst Arminia í undanúrslit í fyrsta sinn síðan tímabilið 2014-2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner