Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Orri Steinn mætir Real Madrid í San Sebastian
Mynd: EPA
Real Sociedad og Real Madrid mætast í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í San Sebastian í kvöld.

Landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson verður væntanlega í hópnum hjá Sociedad og ekki útilokað að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu gegn risunum.

Leikurinn hefst klukkan 20:30 en þetta er fyrri leikurinn í undanúrslitunum. Síðari leikurinn fer fram á Santiago Bernabeu þann 1. apríl næstkomandi.

Leikur dagsins:
20:30 Real Sociedad - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner