City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja það 95 prósent klárt að Osimhen fari til Man Utd
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: EPA
Victor Osimhen er sagður á leið til Manchester United. Samkvæmt fréttum frá Nígeríu, heimalandi leikmannsins, er það 95 prósent klárt að hann verði leikmaður United í sumar.

United er sagt ætla að borga 62 milljón punda riftunarverð í samningi hans hjá Napoli í sumar.

Man Utd þarf sóknarmann þar sem hvorki Rasmus Höjlund né Joshua Zirkzee eru nægilega góðir til að leiða sóknarlínuna hjá félaginu. Þeir hafa allavega ekki sýnt nein merki um það.

Osimhen er 26 ára gamall og er á láni hjá Galatasaray frá Napoli. Á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað 20 mörk í 25 leikjum í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner