Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
banner
   þri 25. febrúar 2025 13:44
Elvar Geir Magnússon
Amorim um niðurskurðinn: Erfitt að sjá vini og félaga missa starfið sitt
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Þetta hefur verið erfitt tímabil innan og utan vallar hjá Manchester United. Liðið situr í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á leik gegn Ipswich á morgun.

Rúben Amorim, stjóri United, spjallaði við fjölmiðlafólk á fréttamannafundi í dag. Hann var spurður út í umfjöllun um erfiðan rekstur og niðurskurð hjá félaginu.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því hvernig staðan varð svona, það hefur mikið að gera með árangursleysi fótboltaliðsins. Liðið er vélaraflið í félaginu. Ég vil hjálpa til við að bæta liðið, bæta leikmennina og ná árangri," segir Amorim en fjölmargir starfsmenn Manchester United hafa misst vinnuna sína.

„Það er erfitt fyrir alla að sjá vini og félaga missa starfið sitt. En við verðum að ná að einbeita okkur að því sem við getum gert til að hjálpa félaginu. Við þurfum að finna lausnir. Þegar liðinu gengur vel og vinnur leiki þá er auðveldara að ganga í gegnum breytingar."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner