Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leicester hreinsar til í þjálfarateyminu
Ruud van Nistelrooy er stjóri Leicester.
Ruud van Nistelrooy er stjóri Leicester.
Mynd: EPA
Leicester hefur ákveðið að hreinsa til í þjálfarateymi sínu en félagið hefur látið þá Ben Dawson og Craig Alcock fara.

Þessi ákvörðun er tekin eftir hræðilegt gengi Leicester að undanförnu þar sem liðið hefur tapað ellefu af síðustu 15 leikjum sínum.

Leicester er í bullandi fallbaráttu en Ruud van Nistelrooy mun áfram halda starfi sínu. Allavega í bili.

Bæði Dawson og Alcock tóku til starfa hjá Leicester fyrir yfirstandandi tímabil og voru hluti af teyminu hjá Steve Cooper og svo síðar meir hjá Van Nistelrooy.

Leicester, sem er í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þakkaði þeim tveimur í yfirlýsingu í dag en það á aðeins að hrista upp í teyminu í kringum liðið.
Athugasemdir
banner
banner