Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Real Betis ekki búið að gefa grænt ljós á félagaskipti Roque
Roque skoraði 8 mörk í 12 leikjum fyrir U20 landsliðið. Hann skoraði 2 mörk í 16 leikjum hjá Barcelona áður en hann fór til Betis á láni.
Roque skoraði 8 mörk í 12 leikjum fyrir U20 landsliðið. Hann skoraði 2 mörk í 16 leikjum hjá Barcelona áður en hann fór til Betis á láni.
Mynd: EPA
Brasilíska stórveldið Palmeiras er að reyna að kaupa Vitor Roque aftur til heimalandsins og hefur fengið kauptilboð sitt samþykkt af Barcelona.

Vandamálið er að Roque er hjá Real Betis þessa stundina á lánssamningi sem gildir út tímabili. Sá samningur inniheldur kaupmöguleika. Betis er því í sérstakri stöðu og þarf að taka ákvörðun um að halda Roque út tímabilið eða hleypa honum aftur til Brasilíu. Annar möguleiki væri að sannfæra leikmanninn um að velja Real Betis framyfir Palmeiras og kaupa hann frá Börsungum.

Roque er 19 ára sóknarleikmaður sem gekk til liðs við Barcelona fyrir ári síðan en tókst ekki að hrífa þjálfarateymið. Hann er kominn með 7 mörk í 33 leikjum með Betis á tímabilinu, þar sem hann kemur oft inn af bekknum.

Barcelona samþykkti 25 milljón evru tilboð frá Palmeiras, sem inniheldur einnig 20% af heildarupphæð á næstu sölu leikmannsins.

Roque getur þó ekki farið til Palmeiras fyrr en Real Betis gefur grænt ljós.
Athugasemdir
banner
banner