Tveir ungir Íslendingar eru þessa dagana á reynslu hjá spænska félaginu Real Valladolid. Það eru þeir Sölvi Snær Ásgeirsson (Grindavík) og Guðmar Gauti Sævarsson (Fylkir).
Sölv Snæri er varnarmaður sem fæddur er árið 2008. Hann kom við sögu í sjö leikjum með Grindavík í Lengjudeildinni í fyrra.
Sölv Snæri er varnarmaður sem fæddur er árið 2008. Hann kom við sögu í sjö leikjum með Grindavík í Lengjudeildinni í fyrra.
Guðmar Gauti er miðjumaður sem fæddur er árið 2008. Líkt og Sölvi Snær er hann U17 landsliðsmaður. Guðmar Gauti kom við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Strákarnir æfar með U19 ára liði spænska félagsins.
Pachu Martínez, fyrrum leikmaður Selfoss, er yfir njósnateymi Real Valladolid og hefur haft augastað á leikmönnum frá Íslandi. Hann fylgdist með leikmönnnunum tveimur í leikjum með U17 liði Íslands.
Athugasemdir