Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mið 26. febrúar 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir leikmenn Wolves hafa mætt sofandi inn í leikinn - „Þetta má ekki gerast aftur“
Mynd: EPA
Vitor Pereira, stjóri Wolves, hefur kallað eftir betri frammistöðu frá sínum leikmönnum en þetta sagði hann eftir 2-1 tapið gegn Fulham á Molineux í gær.

Ryan Sessegnon kom Fulham yfir eftir 59 sekúndur í leiknum áður en Joao Gomes jafnaði metin og byrjaði síðari hálfleikurinn eins og sá fyrri, með marki frá Fulham.

Það reyndist sigurmarkið en Pereira var ekkert sérstaklega sáttur.

„Við fengum á okkur mark í byrjun leiksins og í byrjun síðari hálfleiks. Við getum ekki fengið á okkur mörk eins og við gerðum í þessum leik. Þetta voru allt of auðveld mörk.“

„Það er erfitt að snúa stöðunni við eftir þetta, en við fengum góð viðbrögð eftir fyrsta markið. Að þetta gerist samt tvisvar í sama leiknum er of mikið fyrir okkur. Í seinni hálfleik voru þeir með margar lausnir í leiknum og við vorum ekki með svör við því, sérstaklega í sóknarleiknum,“

„Þetta eru þrjú stig sem fóru til spillis. Núna er tíminn til að vinna, laga mistökin og ekki sofa í búningsklefanum því ég er viss um að við höfum sofið í klefanum og farið sofandi inn í leikinn. Þetta má ekki gerast aftur,“
sagði Pereira.
Athugasemdir
banner
banner