Reynir Sandgerði hefur staðfest nýjan leikmann fyrir komandi sumar sem á að hjálpa Sandgerðingum eftir fall niður í 3. deild.
Sá heitir Arnór Siggeirsson og er 26 ára gamall miðjumaður sem hefur undanfarin ár leikið með Víkingi Ólafsvík í 2. deild.
Hann býr einnig yfir reynslu úr 3. deild eftir að hafa verið á mála hjá KV sumarið 2019. Arnór hefur einnig spilað fyrir Fram, Þrótt Vogum, Kormák/Hvöt og Úlfana á ferlinum.
Markmiðið hjá Sandgerðingum er að koma sér aftur upp í 2. deild eftir mikið flakk á milli deilda síðustu árin.
Athugasemdir