Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
   mán 24. febrúar 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema: Brasilíski Ronaldo besti fótboltamaður sögunnar
Mynd: EPA
Karim Benzema er stjörnuleikmaður í liði Al-Ittihad í Sádi-Arabíu í dag þar sem hann er að keppast við Cristiano Ronaldo og félaga í liði Al-Nassr um að vera besta félagslið landsins og álfunnar í heild.

Benzema og Ronaldo voru lengi vel samherjar í ógnarsterku liði Real Madrid þar sem Ronaldo bætti hvert metið á fætur öðru á sínum tíma. Benzema tók aðalhlutverkið í liðinu eftir að Ronaldo skipti yfir til Juventus.

Ronaldo hefur afrekað ótrúlega hluti á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta enda er hann af mörgum talinn vera einn af allra bestu fótboltamönnum sögunnar. Einhverjir telja hann vera þann besta í sögunni og er Ronaldo sjálfur þar á meðal. Benzema er þó ekki sammála þessum fyrrum liðsfélaga sínum.

Vanalega eru Lionel Messi, Diego Armando Maradona og Pelé taldir til bestu fótboltamanna sögunnar ásamt Ronaldo, en Benzema telur engan þeirra vera þann besta í sögunni.

„Fólk getur sagt það sem það vill. Ef Cristiano heldur að hann sé besti fótboltamaður sögunnar, þá er hann það. Þetta er mjög einstaklingsbundið hvað manni finnst. Mér finnst til dæmis brasilíski Ronaldo vera besti fótboltamaður sögunnar," segir Benzema.

„Mér finnst ekki gaman að bera leikmenn saman útaf því að hver einasti fótboltamaður hefur sína eigin sögu og hæfileika. Það getur oft verið erfitt að bera mismunandi tegundir af fótboltahæfileikum saman. Cristiano er verulega hæfuleikaríkur fótboltamaður."
Athugasemdir
banner
banner