City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég tækla það bara eins og það gerist"
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, er sáttur með leikmannahóp liðsins eins og staðan er núna. Gylfi Þór Sigurðsson var í dag formlega kynntur hjá félaginu á blaðamannafundi eftir að hann var keyptur frá Val.

Það hefur verið mikið í gangi á skrifstofu Víkings síðustu daga; Danijel Dejan Djuric var seldur út til Króatíu og Gylfi gekk í raðir félagsins.

Áttu von á meiri breytingum á leikmannahópnum?

„Ég tækla það bara eins og það gerist. Við erum nokkurn veginn búnir að loka hópnum núna. En við þurfum að hreyfa okkur ef það verða einhverjar hreyfingar á leikmönnum frá okkur. Við skoðum það bara ef það gerist," sagði Kári.

Ari Sigurpálsson og Karl Friðleifur Gunnarsson hafa verið orðaðir við félög í Skandinavíu en Kári segir engin tilboð á borðinu eins og er.

„Í rauninni ekki neitt formlegt."

Kári segir að ekki þurfi að bæta við leikmannahópinn hjá Víkingum eins og staðan er í dag.
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Athugasemdir
banner
banner