Liverpool er komið ansi nálægt Englandsmeistaratitlinum og aðalleikarinn í velgengni félagsins hefur verið egypski landsliðsmaðurinn Mohamed Salah.
Arne Slot var spurður út í möguleika Salah á að vinna Ballon d'Or gullboltann sem besti leikmaður heims.
Arne Slot var spurður út í möguleika Salah á að vinna Ballon d'Or gullboltann sem besti leikmaður heims.
„Mo er í umræðunni því hann er að gera vel og við erum að gera vel. Það er venjulega þannig að sá sem vinnur Ballon d'Or þarf að vinna einhverja titla líka og það er mikil áskorun framundan fyrir hann og okkur," segir Slot.
„Mo hjálpar okkur ekki bara með mörkum og stoðsendingum, hann vill að liðið vinni og varnarvinna hans í seinni hálfleik gegn Man City var framúrskarandi."
„Það eykur líkurnar á að Salah vinni Ballon d'Or ef liðið nær að vinna eitthvað. Hann hefur átt frábær tímabil hér og vonandi heldur hann því áfram en fyrst þarf hann þá að framlengja samning sinn. Vonandi mun hann gera það."
Athugasemdir